Innlent

Mike Pompeo kemur til Íslands í næstu viku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur hingað til lands á föstudag í næstu viku. Þetta kemur fram í ferðadagbók Pompeo en Mbl greindi fyrst frá.

Pompeo er á leið í ferð um Evrópu þar sem hann heimsækir meðal annars Pólland, Ungverjaland og Belgíu. Á leið heim til Bandaríkjanna mun hann síðan eiga viðkomu hér á landi og hitta Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Umræðuefni ráðherranna á Íslandi verði öryggismál á Norður Atlantshafi, fyrirhuguð formennska Íslands í Norðurkautsráðinu og „vaxandi efnahagsleg tengsl Íslands og Bandaríkjanna“, líkt og segir í dagbókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×