Innlent

Kona slasaðist við Skógafoss

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir og sjúkraflutningalið vinnur að því að koma manninum til aðhlyinningar.
Björgunarsveitir og sjúkraflutningalið vinnur að því að koma manninum til aðhlyinningar. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir og sjúkraflutningalið á Suðurlandi fengu útkall á tólfta tímanum í dag vegna slasaðrar konu við Skógafoss.

Fyrstu viðbragðsaðilar komu að konunnium klukkan tólf og unnið er að því að koma henni í sjúkrabíl. Hún verður í kjölfarið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Konan slasaðist á fæti þegar hún hrasaði.

Uppfært klukkan 13:00

Aðgerðum við Skógafoss er nú lokið. Björgunarfólk flutti konuna í björgunarsveitarbíl sem kom henni að þjóðveginum þar sem hún var flutt yfir í sjúkrabíl sem flutti hana á Selfoss til aðhlynningar.

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að karlmaður hefði slasast við Skógafoss. Hið rétta er að það var kona sem slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×