Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í heild sinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda var ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert erftirlit afar takmarkaðá vinnumarkaði áÍslandi. Við ræðum við Ásmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum sem kynntar voru nýverið muni gjörbreyta stöðunni.

Þá ræðum við einnig við Ed Miliband, þingmann breska verkamannaflokksins og fyrrverandi leiðtoga flokksins en hann segir að horft sé til Íslands í jafnréttis- og loftslagsmálum. Hann segir afar ólíklegt að hægri og vinstir flokkar gætur starfað saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera hér á landi. Hann kveðst ánægður með það hvernig Jeremy Corbyn, núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gengið fram vegna Brexit.

Við ræðum við lögfræðing hjá Útfararstofu kirkjugarðanna sem segir algengt að fólk gifti sig til að eiga möguleika áþví að sitja í óskiptu búi, fjöllum áfram um samgöngumál og vegtolla sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu og greinum frá nýjum upplýsingum frá landlækni um áfengisneyslu þjóðarinnar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Vegna flutninga sjónvarpsstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut verður bein útsending ekki aðgengileg á Vísi en hægt verður að horfa á fréttatímann í heild sinni á Vísi strax að ústendingu lokinni. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×