Lögfræðingur á útfararstofu hefur stuðlað að mörgum hjónaböndum Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 20:30 Lögfræðingur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna segist hafa stuðlað að mörgum hjónaböndum eftir að hafa veitt fólki ráðgjöf vegna erfðamála. Algengt sé að fólk gifti sig til að eiga möguleika á því að sitja í óskiptu búi. Flestar útfararstofur á Norðurlöndum bjóða uppá lögfræðiþjónustu. Útfararstofa kirkjugarðanna hefur fetað í þessi norrænu spor. Aðstandendur sem leita aðstoðar vegna útfarar átta sig stundum á því að þeir þurfa að gera ráðstafanir varðandi eigin erfðamál, að sögn Kötlu Þorsteinsdóttur, lögfræðings Útfararstofu kirkjugarðanna. „Þá vaknar oft þessi spurning, hvað verður um mínar eignir að mér látnum?“Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Útfararstofu kirkjugarðanna.Vísir/BaldurFjölbreyttar fyrirspurnir vegna erfðamála Katla segir algengast að fólk leiti eftir lögfræðiþjónustu vegna óska um að fá sitja í óskiptu búi eftir andlát maka. Þá er mikið um að fólk sem á ekki skylduerfinga, hvorki maka né börn, óski eftir aðstoð við að ráðstafa eigum sínum. Fólk sem á börn eða maka gerir erfðaskrá til að ráðstafa einum þriðja af eigum sínum sem er það hlutfall sem hægt er að ráðstafa samkvæmt erfðalögum.Fólk giftir sig eftir ráðgjöf Undanfarin ár hefur hjónavígslum hjá sýslumönnum fjölgað mikið. Það er meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að fólk í sambúð, sem er sem sagt ógift, erfir ekki hvort annað. „Ég á sök á nokkrum hjónaböndum. Fólk kemur einmitt oft með þetta að ætla að sitja í óskiptu búi en það þarf að fara fyrst og gifta sig og það hafa nokkrir gert það eftir viðtal hjá mér.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Lögfræðingur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna segist hafa stuðlað að mörgum hjónaböndum eftir að hafa veitt fólki ráðgjöf vegna erfðamála. Algengt sé að fólk gifti sig til að eiga möguleika á því að sitja í óskiptu búi. Flestar útfararstofur á Norðurlöndum bjóða uppá lögfræðiþjónustu. Útfararstofa kirkjugarðanna hefur fetað í þessi norrænu spor. Aðstandendur sem leita aðstoðar vegna útfarar átta sig stundum á því að þeir þurfa að gera ráðstafanir varðandi eigin erfðamál, að sögn Kötlu Þorsteinsdóttur, lögfræðings Útfararstofu kirkjugarðanna. „Þá vaknar oft þessi spurning, hvað verður um mínar eignir að mér látnum?“Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Útfararstofu kirkjugarðanna.Vísir/BaldurFjölbreyttar fyrirspurnir vegna erfðamála Katla segir algengast að fólk leiti eftir lögfræðiþjónustu vegna óska um að fá sitja í óskiptu búi eftir andlát maka. Þá er mikið um að fólk sem á ekki skylduerfinga, hvorki maka né börn, óski eftir aðstoð við að ráðstafa eigum sínum. Fólk sem á börn eða maka gerir erfðaskrá til að ráðstafa einum þriðja af eigum sínum sem er það hlutfall sem hægt er að ráðstafa samkvæmt erfðalögum.Fólk giftir sig eftir ráðgjöf Undanfarin ár hefur hjónavígslum hjá sýslumönnum fjölgað mikið. Það er meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að fólk í sambúð, sem er sem sagt ógift, erfir ekki hvort annað. „Ég á sök á nokkrum hjónaböndum. Fólk kemur einmitt oft með þetta að ætla að sitja í óskiptu búi en það þarf að fara fyrst og gifta sig og það hafa nokkrir gert það eftir viðtal hjá mér.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira