Tónlist

Bretar hafa valið framlag sitt í Eurovision

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Michael Rice mun flytja lagið Bigger Than Us fyrir hönd Breta í Eurovision.
Michael Rice mun flytja lagið Bigger Than Us fyrir hönd Breta í Eurovision.

Lagið Bigger Than Us í flutningi söngvarans Michael Rice verður framlag Breta í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár en keppnin fer eins og venjulega fram í maí og nú í Ísrael.

Rice sigraði í raunveruleikaþættinum All Together Now á BBC í fyrra en þátturinn er hæfileikaþáttur í anda X-Factor þar sem keppt er í söng.

Breska forkeppnin fór fram í kvöld og völdu áhorfendur á milli sex laga. Þar bar hinn 21 árs gamli Rice sigur úr bítum og bíður hans nú það verkefni að reyna að heilla Evrópu upp úr skónum en Bretum hefur gengið afleitlega í Eurovision undanfarin ár.

Bretar fara beint í úrslitakeppni Eurovision, það er þurfa ekki að keppa á öðru undanúrslitakvöldinu, þar sem þeir eru ein af þeim fimm þjóðum sem greiða mest til EBU, sambands evrópskra sjónvarps- og útvarpsstöðva, sem heldur Eurovision.

Hlusta má á Bigger Than Us hér fyrir neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.