Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 11:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaramál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kjaramál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira