Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 11:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaramál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kjaramál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira