Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 22:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45