Fótbolti

Ronaldo byrjaði á bekknum er Juventus fór áfram í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Matuidi voru báðir á bekknum í kvöld.
Ronaldo og Matuidi voru báðir á bekknum í kvöld. vísir/getty

Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum er Juventus komst áfram í ítalska bikarnum með 2-0 sigri á Bologna í kvöld.

Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins en þjálfari Bologna er hinn fyrrum magnaði framherji Filippo Inzaghi.

Fyrsta markið skoraði Federico Bernardeschi á níundu mínútu. Juventus leiddi í hálfleik 1-0 og í upphafi síðari hálfleiks var það Moise Kean, átján ára framherji, sem tvöfaldaði forystuna.

Ronaldo spilaði síðasta hálftímann en Juventus er því komið í átta liða úrslitin ásamt AC Milan sem hafði betur eftir framlengingu gegn Sampdoria. Lazio rúllaði svo yfir B-deildarliðið, Novara 4-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.