Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 08:00 Á Alþingi var rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að gera úttekt á málum Íslandspósts. Fréttablaðið/Ernir Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira