Allt flóttafólk fær sömu móttökur við komuna til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 16:55 Bæjarstjórinn á Akureyri tók á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi í janúar 2016. Um var að ræða kvótaflóttamenn sem komu til landsins í boði íslenskra stjórnvalda. FBL/Auðunn Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira