Fótbolti

Auðvelt hjá Atletico gegn botnliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atletico fagnar marki í kvöld.
Atletico fagnar marki í kvöld. visir/getty
Atletico Madrid er tveimur stigum frá toppliði Barcelona eftir öruggan 3-0 sigur á Huesca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrsta markið kom á 31. mínútu er Lucas Hernandez skoraði eftir undirbúning Koke og staðan var 1-0 fyrir Atletico í hálfleik.

Þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Santiago Arias forystuna og á 71. mínútu var það Koke sem skoraði þriðja og síðasta mark Atletico í kvöld.

Atletico er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Barcelona, sem leikur annað kvöld gegn Leganes. Huesca er á botninum með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×