„Hún er hress, óvænt hvað hún er hress,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Kryddsíld í gær. Í þættinum var rifjað upp fund hennar og kanslarans á árinu sem leið og sagði Katrín Merkel hafa hug á því að koma til Íslands.
„Hún er útivistarmanneskja og hana langar að koma til Íslands til þess að leggjast í útivist,“ sagði Katrín. Hún hafi sagt Merkel að hún sjálf væri mikill göngugarpur og ynni að því að fá kanslarann hingað í göngu.
Forsætisráðherra fundaði með kanslaranum í mars og hittust þær á ný á leiðtogafundi NATO í sumar. Merkel mun láta af embætti kanslara árið 2021 en hún hefur setið í embætti frá árinu 2005.
„Hún er búin að tilkynna að hún ætli að vera kanslari til þessa árs, það er eins þýskt og það getur orðið,“ sagði Katrín létt í bragði að lokum.
Katrín bauð Angelu Merkel í fjallgöngu til Íslands

Tengdar fréttir

Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021
Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum.