Bíó og sjónvarp

Netflix biður aðdáendur um að fara varlega við framkvæmd „Bird Box-áskorunarinnar“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sandra Bullock fer hér með hlutverk Malorie í Bird Box.
Sandra Bullock fer hér með hlutverk Malorie í Bird Box. Mynd/Netflix

Streymisveitan Netflix biðlar til áhorfenda sinna að fara varlega, hyggist þeir taka svokallaðri „Birdbox-áskorun“ sem farið hefur eins og eldur í sinu um Internetið. Áskorunin er byggð á samnefndri kvikmynd úr smiðju Netflix en persónur myndarinnar neyðast allar til að hafa bundið fyrir augun.

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock fer með aðalhlutverk í umræddum spennutrylli sem kom út í desember. Í myndinni segir frá Malorie sem keppist við að koma sér og börnum sínum í skjól undan óhugnanlegum og dularfullum öflum. Til að lifa af ágang áðurnefndra afla þarf fjölskyldan að flýja blindandi.

Netverjar hafa margir sótt innblástur í kvikmyndina og ákveðið að takast einnig á við umheiminn með bundið fyrir augun. Verknaðurinn er svo tekinn upp og öllu deilt á samfélagsmiðlum. Nokkur dæmi um Bird Box-áskorunina má sjá hér að neðan.Í kjölfar vinsældanna bað Netflix aðdáendur Bird Box um að fara varlega við framkvæmdina, enda geri slysin ekki boð á undan sér.

„Ég trúi ekki að ég þurfi að taka þetta fram, en: GERIÐ ÞAÐ EKKI MEIÐA YKKUR VIÐ ÞESSA BIRD BOX-ÁSKORUN,“ segir m.a. í tísti streymisveitunnar sem birt var í dag.Bird Box hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út en 45 milljónir Netflix-notenda horfðu á myndina fyrstu vikuna eftir útgáfu. Engin kvikmynd úr smiðju Netflix hefur hlotið meira meira áhorf innan umrædds tímaramma.

Stiklu myndarinnar má horfa á í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.