Áhorfendur ráða söguframvindunni í gagnvirkri Black Mirror-kvikmynd Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2018 19:45 Grunnsagan í þessari mynd er um 90 mínútur að lengd en með öllum valmöguleikunum er hún um tveir og hálfur tími að lengd. Nýjasta viðbótin við Black Mirror-söguheiminn er gagnvirk kvikmynd þar sem áhorfendur geta valið um framvindu sögunnar. Um er að ræða 90 mínútna langa mynd sem hefur fengið heitið Black Mirror: Bandersnatch, en Netflix auglýsir þessa viðbót sem fyrstu gagnvirku kvikmynd streymisveitunnar sem beint er að fullorðnum. Gagnvirkar kvikmyndir hafa áður litið dagsins ljós en þannig var það með teiknimyndina Puss in Boots: Trapped in an Epic Tale. Black Mirror: Bandersnatch hefst á stuttri sýnikennslu þar sem áhorfendur fá útskýringu á því hvernig þetta virkar allt saman. Fá áhorfendur val um að velja á milli tveggja kosta í hvert sinn en framvindan breytist eftir því hvað verður fyrir valinu. Áhorfendur fá tíu sekúndur til að velja á milli, ef þeir velja ekki þá er valið fyrir þá. Höfundur Black Mirror, Charlie Brooker, sagðist hafa leyft myndinni að rúlla í gegn án þess að velja.Hér fyrir neðan munu koma fram upplýsingar sem geta spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá þessa mynd. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Þessi mynd, sem hefur verið gerð aðgengileg á Netflix, hefur fimm mismunandi endalok, allt fer það eftir vali hvers áhorfanda hvaða endi hann fær. Ef einhver vill sjá allar útgáfurnar verður hann einfaldlega að velja mismunandi kosti í hvert sinn. Grunnsaga myndarinnar er 90 mínútur að lengd, en heildarlengd alls efnisins er upp undir tveir og hálfur klukkutími. Myndin gerist á níunda áratug síðustu aldar og segir frá ungum forritara sem vonast til að geta skapað tölvuleik sem mun slá í gegn þar sem spilarar fá val um söguframvinduna. Byggir hann tölvuleikinn á barnabók sem hann fékk í æsku þar sem lesendur gátu valið um framvindu. Fionn Whiehead, sem lék í Dunkirk, leikur forritarann unga en aðrir leikarar eru Will Poulter, Craig Parkinson, Alice Lowe og Asim Chaudhry.The Hollywood Reporter greinir frá því að myndin hafi verið um tvö ár í framleiðslu en tökur hennar stóðu yfir í 35 daga. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nýjasta viðbótin við Black Mirror-söguheiminn er gagnvirk kvikmynd þar sem áhorfendur geta valið um framvindu sögunnar. Um er að ræða 90 mínútna langa mynd sem hefur fengið heitið Black Mirror: Bandersnatch, en Netflix auglýsir þessa viðbót sem fyrstu gagnvirku kvikmynd streymisveitunnar sem beint er að fullorðnum. Gagnvirkar kvikmyndir hafa áður litið dagsins ljós en þannig var það með teiknimyndina Puss in Boots: Trapped in an Epic Tale. Black Mirror: Bandersnatch hefst á stuttri sýnikennslu þar sem áhorfendur fá útskýringu á því hvernig þetta virkar allt saman. Fá áhorfendur val um að velja á milli tveggja kosta í hvert sinn en framvindan breytist eftir því hvað verður fyrir valinu. Áhorfendur fá tíu sekúndur til að velja á milli, ef þeir velja ekki þá er valið fyrir þá. Höfundur Black Mirror, Charlie Brooker, sagðist hafa leyft myndinni að rúlla í gegn án þess að velja.Hér fyrir neðan munu koma fram upplýsingar sem geta spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá þessa mynd. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Þessi mynd, sem hefur verið gerð aðgengileg á Netflix, hefur fimm mismunandi endalok, allt fer það eftir vali hvers áhorfanda hvaða endi hann fær. Ef einhver vill sjá allar útgáfurnar verður hann einfaldlega að velja mismunandi kosti í hvert sinn. Grunnsaga myndarinnar er 90 mínútur að lengd, en heildarlengd alls efnisins er upp undir tveir og hálfur klukkutími. Myndin gerist á níunda áratug síðustu aldar og segir frá ungum forritara sem vonast til að geta skapað tölvuleik sem mun slá í gegn þar sem spilarar fá val um söguframvinduna. Byggir hann tölvuleikinn á barnabók sem hann fékk í æsku þar sem lesendur gátu valið um framvindu. Fionn Whiehead, sem lék í Dunkirk, leikur forritarann unga en aðrir leikarar eru Will Poulter, Craig Parkinson, Alice Lowe og Asim Chaudhry.The Hollywood Reporter greinir frá því að myndin hafi verið um tvö ár í framleiðslu en tökur hennar stóðu yfir í 35 daga.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira