Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2019 19:00 Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“ Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“
Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira