Reykjanesbær skákar Akureyri sem fjórða stærsta sveitarfélagið Sveinn Arnarsson skrifar 7. janúar 2019 06:00 Bítlabærinn hefur stækkað gífurlega síðustu ár. Áframhaldandi íbúafjölgun er í kortunum segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/GVA Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira