Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 10:30 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“ Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira