Ómar í mál við Air Iceland Connect Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 15:45 Ómar telur viðskiptahætti Air Iceland Connect fyrir neðan allar hellur en mál hans á hendur fyrirtækinu verður þingfest á morgun. Árni Gunnarsson segir þá bera hag viðskiptavina fyrir brjósti. „Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í málum sem snúa að neytendavernd en þetta,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður í samtali við Vísi. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hefur breytt skilmálum fargjalda farþega sinna með þeim hætti, að réttur neytenda til þess að krefjast greiðslu bóta úr hendi flugfélagsins hefur verið takmarkaður verulega. Ómar telur þetta algjörlega óboðlega viðskiptahætti og verði mál farþega gegn Air Iceland Connect þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. „Farþegar, sem lenda í því að flugið þeirra seinkar verulega, er aflýst eða yfirbóka, eiga rétt á skaðabótum skv. Evrópureglugerð nr. 261/2004, sem innleidd hefur verið á Íslandi. Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu. Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur,“ segir í tilkynningu sem Ómar hefur sent út.Meinað samkvæmt ákvæði að leita til lögmanns Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins.Ómar telur einsýnt að nýtt ákvæði sem Air Icleand Connet hefur sett skerði rétt farþegar til að sækja sér bætur þegar svo ber undir.„Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu,“ segir Ómar. „Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur. Í nýju ákvæði 12. gr. skilmála félagsins að farþegar megi ekki fá lögmenn eða aðra innheimtuaðila til þess að krefjast bóta fyrir sína hönd. Þá áskilur Air Iceland Connect sér einhliða 30 daga svarrétt og tekur fram að bætur séu aðeins greiddar inn á reikninga viðkomandi farþega en ekki til dæmis inn á fjárvörslureikning innheimtuaðila.“Gegn heilum her lögmanna Ómar segir þetta skjóta skökku við. Air Iceland Connect sé hluti af Icelandair Group, sem er félag sem er skráð á hlutabréfamarkað. „Félagið hefur heilan her lögmanna á sínum snærum en reynir svo að koma í veg fyrir að farþegar leiti til sérfræðinga, þegar þeir þurfa að innheimta bætur sem þeir eiga lagalegan rétt á. Það er augljóst að þessar breytingar eru miðaðar að því að fækka þeim farþegum, sem krefjast bóta vegna seinkanna og því þegar flugi er aflýst.“Árni Gunnarsson segir ákvæðið miða að því að farþegar fái bætur óskiptar til sín, en hluti bótanna renni ekki til lögmanna.Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir hugmyndina hjá þeim einfaldlega grundvallast á vilja til að bæta hag neytenda þannig að þeir geti sótt sér fullar bætur án skerðinga einhverra milliliða, eins og hann orðar það.Að taka út milliliðinn „Með þessum skilmálabreytingum sem Ómar vitnar á að tryggja að farþegar sem eigi rétt á bótum og fái þær óskertar. Við erum auðvitað í samskiptum við farþegann, erum með samning við hann um flutning. Svo verður röskun á fluginu einhverra hluta vegna og þá leggjum við áherslu á að hann hafi samband við okkur beint og við afgreiðum það þá hratt og örugglega. Í mörgum tilfellum samdægurs. Þá eru farþegar að fá þær bætur sem þeir eiga rétt á.“ Árni segir að séu farþegar þá enn ósáttir, við afgreiðslu og/eða niðurstöðu sé þeim að sjálfsögðu það frjálst að hafa samband við lögfræðing. Til sé reglugerð frá 2004 sem oft hefur verið dæmt út frá erlendis, samgöngustofa hefur úrskurðað og allt sé þetta tiltölulega einfalt í framkvæmd.„Ástæðulaust að farþegar sem við erum í samskiptum við séu að borga milliliðum að óþörfu. Lögmenn sem eru með svona mál vinna þau ekki frítt og í sumum tilfellum koma farþegar til okkar og spyrja hvers vegna þeir fái ekki fullar bætur? En þá er það vegna þess að lögmenn hafa tekið hlut,“ segir Árni sem vill meina að hið umdeilda ákvæði miði að því að farþegarnir fái bæturnar alfarið til sín. „Við erum með einfalt form á vefnum okkar þar sem farþegar okkar geta lagt inn beiðni um slíkt og þar er það afgreitt hratt og örugglega. En, það er af þessum ástæðum sem við fórum út í þetta, að gera farþeganum kleift að fá að fullu til sín bætur en að það fari ekki hluti af því til einhverra milliliða.“ Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
„Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í málum sem snúa að neytendavernd en þetta,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður í samtali við Vísi. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hefur breytt skilmálum fargjalda farþega sinna með þeim hætti, að réttur neytenda til þess að krefjast greiðslu bóta úr hendi flugfélagsins hefur verið takmarkaður verulega. Ómar telur þetta algjörlega óboðlega viðskiptahætti og verði mál farþega gegn Air Iceland Connect þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. „Farþegar, sem lenda í því að flugið þeirra seinkar verulega, er aflýst eða yfirbóka, eiga rétt á skaðabótum skv. Evrópureglugerð nr. 261/2004, sem innleidd hefur verið á Íslandi. Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu. Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur,“ segir í tilkynningu sem Ómar hefur sent út.Meinað samkvæmt ákvæði að leita til lögmanns Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins.Ómar telur einsýnt að nýtt ákvæði sem Air Icleand Connet hefur sett skerði rétt farþegar til að sækja sér bætur þegar svo ber undir.„Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu,“ segir Ómar. „Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur. Í nýju ákvæði 12. gr. skilmála félagsins að farþegar megi ekki fá lögmenn eða aðra innheimtuaðila til þess að krefjast bóta fyrir sína hönd. Þá áskilur Air Iceland Connect sér einhliða 30 daga svarrétt og tekur fram að bætur séu aðeins greiddar inn á reikninga viðkomandi farþega en ekki til dæmis inn á fjárvörslureikning innheimtuaðila.“Gegn heilum her lögmanna Ómar segir þetta skjóta skökku við. Air Iceland Connect sé hluti af Icelandair Group, sem er félag sem er skráð á hlutabréfamarkað. „Félagið hefur heilan her lögmanna á sínum snærum en reynir svo að koma í veg fyrir að farþegar leiti til sérfræðinga, þegar þeir þurfa að innheimta bætur sem þeir eiga lagalegan rétt á. Það er augljóst að þessar breytingar eru miðaðar að því að fækka þeim farþegum, sem krefjast bóta vegna seinkanna og því þegar flugi er aflýst.“Árni Gunnarsson segir ákvæðið miða að því að farþegar fái bætur óskiptar til sín, en hluti bótanna renni ekki til lögmanna.Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir hugmyndina hjá þeim einfaldlega grundvallast á vilja til að bæta hag neytenda þannig að þeir geti sótt sér fullar bætur án skerðinga einhverra milliliða, eins og hann orðar það.Að taka út milliliðinn „Með þessum skilmálabreytingum sem Ómar vitnar á að tryggja að farþegar sem eigi rétt á bótum og fái þær óskertar. Við erum auðvitað í samskiptum við farþegann, erum með samning við hann um flutning. Svo verður röskun á fluginu einhverra hluta vegna og þá leggjum við áherslu á að hann hafi samband við okkur beint og við afgreiðum það þá hratt og örugglega. Í mörgum tilfellum samdægurs. Þá eru farþegar að fá þær bætur sem þeir eiga rétt á.“ Árni segir að séu farþegar þá enn ósáttir, við afgreiðslu og/eða niðurstöðu sé þeim að sjálfsögðu það frjálst að hafa samband við lögfræðing. Til sé reglugerð frá 2004 sem oft hefur verið dæmt út frá erlendis, samgöngustofa hefur úrskurðað og allt sé þetta tiltölulega einfalt í framkvæmd.„Ástæðulaust að farþegar sem við erum í samskiptum við séu að borga milliliðum að óþörfu. Lögmenn sem eru með svona mál vinna þau ekki frítt og í sumum tilfellum koma farþegar til okkar og spyrja hvers vegna þeir fái ekki fullar bætur? En þá er það vegna þess að lögmenn hafa tekið hlut,“ segir Árni sem vill meina að hið umdeilda ákvæði miði að því að farþegarnir fái bæturnar alfarið til sín. „Við erum með einfalt form á vefnum okkar þar sem farþegar okkar geta lagt inn beiðni um slíkt og þar er það afgreitt hratt og örugglega. En, það er af þessum ástæðum sem við fórum út í þetta, að gera farþeganum kleift að fá að fullu til sín bætur en að það fari ekki hluti af því til einhverra milliliða.“
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira