Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 14:13 Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. FBL/ERnir Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira