Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2019 06:45 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira