Claire Denis heiðursgestur RIFF Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:06 Claire Denis er þekkt frönsk kvikmyndagerðarkona. vísir/getty Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira