Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30