Fótbolti

Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rose í baráttunni.
Rose í baráttunni. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik liðsins í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði.

England spilaði gegn Svartfjallalandi í Podgorica í kvöld en Englendingar unnu 5-1 sigur. Þeir eru á toppi riðilsins með sex stig og eru búnir að skora tíu mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

„Ég heyrði þetta þegar Danny fékk gult spjald í enda leiksins. Það er enginn spurning að þetta gerðist og við munum tilkynna þetta til UEFA. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Southgate í leikslok.

Eftir þetta var Southgate svo spurður hvort að Raheem Sterling hafi einnig orðið fyrir kynþáttafordómum en hann fagnaði marki sínu með að setja hendurnar á eyrun á sér.

„Ég er ekki viss um Raheem. Ég átti stutt spjall við Danny en ég hef ekki talað við Raheem. Ég veit hvað ég heyrði. Við munum gera það rétta og við munum styðja okkar leikmenn,“ sagði bálreiður Southgate.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×