Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 10:07 Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi eftir að WOW air hætti starfsemi að fullu. Vísir/Vilhelm Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira