Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 18:27 Umfjöllunin er sett í samhengi við nýlegt banaslys við Núpsvötn þar sem þrír breskir ríkisborgarar létust. Skjáskot/Sky News Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda