Khloé sakar Jordyn Woods um lygar Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 10:15 Woods var áður í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar en er úti í kuldanum eftir umtalað atvik í gleðskap á heimili Kylie Jenner. Vísir/Getty Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd. Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd.
Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50
Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30
Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30
Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30