Undrast tómlæti um Landsrétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:00 Benedikt Bogason, Hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar. Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira