Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44