Lágbrúin "klárlega betri kostur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00