Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 18:17 Mustafa Barghouti hefur rekið hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Getty/Issam Rimawi Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. Þetta tilkynnti Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, á Dan Panorama-hótelinu í Tel Aviv í dag þar sem íslenski Eurovision-hópurinn dvelur. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Hann fer fyrir stjórnmálaflokknum Þjóðarfrumkvæði Palestínu (e. Palestinian National Initiative) sem berst fyrir sjálfstæðu, palestínsku lýðræðisríki. Barghouti er stuðningsmaður hinnar palestínsku BDS-hreyfingar, sem berst fyrir sniðgöngu Ísraels. Samtökin PACBI, einn angi hreyfingarinnar, gáfu þó lítið fyrir gjörning Hatara í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í gær. Í yfrlýsingunni sagði að þó að meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu þegar þeir strengdu á milli sín fána ríkisins í beinni Eurovision-útsendingu í gær sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Barghouti virðist hins vegar fagna gjörningnum, ef marka má tilkynningu Matthíasar. Matthías segir Barghouti kunna Hatara bestu þakkir fyrir framgöngu þeirra í keppninni. Sem þakklætisvott vilji hann bjóða Hatara til Ramallah til sérstakrar hátíðar, þar sem þeim yrði þakkað fyrir stuðninginn við Palestínu. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. Þetta tilkynnti Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, á Dan Panorama-hótelinu í Tel Aviv í dag þar sem íslenski Eurovision-hópurinn dvelur. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Hann fer fyrir stjórnmálaflokknum Þjóðarfrumkvæði Palestínu (e. Palestinian National Initiative) sem berst fyrir sjálfstæðu, palestínsku lýðræðisríki. Barghouti er stuðningsmaður hinnar palestínsku BDS-hreyfingar, sem berst fyrir sniðgöngu Ísraels. Samtökin PACBI, einn angi hreyfingarinnar, gáfu þó lítið fyrir gjörning Hatara í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í gær. Í yfrlýsingunni sagði að þó að meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu þegar þeir strengdu á milli sín fána ríkisins í beinni Eurovision-útsendingu í gær sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Barghouti virðist hins vegar fagna gjörningnum, ef marka má tilkynningu Matthíasar. Matthías segir Barghouti kunna Hatara bestu þakkir fyrir framgöngu þeirra í keppninni. Sem þakklætisvott vilji hann bjóða Hatara til Ramallah til sérstakrar hátíðar, þar sem þeim yrði þakkað fyrir stuðninginn við Palestínu.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42