Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:32 Katrín Jakobsdóttir í settinu hjá Chistiane Amanpour á CNN. Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira