Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 19:30 Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30