Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:08 Augnablikið umdeilda. Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“ Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“
Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56
Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33