Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 22:57 Javier Matías Darroux Mijalchuk (til vinstri fyrir miðju) tekur um Roberto Mijalchuk, frænda sinn ásamt fjölskyldu og fulltrúum Ammanna á Maítorgi. AP/Marcos Brindicci Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann. Argentína Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann.
Argentína Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira