Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal Andri Eysteinsson skrifar 27. júní 2019 21:52 Teikningar að framtíðarheimili Fram í Úlfarsárdal Mynd/Reykjavíkurborg Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022. Íþróttafélagið Fram hefur aðsetur í Úlfarsárdal og stendur þar nú gervigrasvöllur í eigu félagsins, framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkur sem gerður var við Fram í júlí 2017. Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu, eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram, segir gott að loksins sé hægt að halda áfram með framkvæmdir í Úlfarsárdal. „Fyrstu hugmyndir um að færa starfsemina upp eftir komu fram árið 2005 og 2008 er skrifað undir fyrsta samning við Reykjavíkurborg, á hundrað ára afmæli Fram. Síðan þá hefur þetta tekið nokkra kollhnísa en nú loksins er farið að sjá fyrir endann á þessu öllu saman, segir Kristinn.Auðveldar rekstur og þjappar félagsmönnum saman Starfsemi Fram hefur til þessa verið þvískipt en hluti starfsins hefur farið fram í Úlfarsárdal og hluti í Safamýri. Kristinn segir það munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins að hafa allt á sama stað. „Það auðveldar allan rekstur hjá félaginu og ætti að þjappa saman fólkinu að baki félaginu,“ segir Kristinn og bætir því við að starfsemi Fram í Safamýri muni hætta en aðrir muni taka við. Kristinn segir að fyrirhuguð sé bygging sem svipi til íþróttahúss Vals, tveir handboltavellir, með stúku sitthvoru megin og einn keppnisvöllur fyrir miðju. Þá verður bætt við öðrum gervigrasvelli til knattspyrnuiðkunar og mun þar vera byggð stúka, áföst húsinu. Gervigrasvöllurinn sem nú stendur verður nýttur til æfinga. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni. „Þetta er jákvætt og það er ljómandi fínt að vera Framari í dag, framtíðin er björt,“ segir Kristinn Steinn Traustason, stjórnarmaður í Fram.Loftmynd af svæðinu í núverandi myndMynd/Reykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira