Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. Hlé var gert á seinni umræðu um orkupakkann eldsnemma á fimmtudagsmorguninn var, en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið málþófi alla nóttina.
Þegar þingfundi var slitið í síðustu viku voru enn nokkrir þingmenn á mælendaskrá og munu þeir halda ræður sínar í dag. Allt eru þetta þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður fyrstur í pontu.
Þingfundur hefst klukkan 15 og er orkupakkinn fimmta mál á dagskrá.
