Rúnar: Heppnir að þetta endaði ekki verr Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 21:50 Rúnar Kristinsson vísir/bára Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira