„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 15:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi í dag. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG „Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
„Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01
Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26
Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02