Sífellt fleiri myndræn kynferðisofbeldismál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2019 18:30 Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona hjá Kynferðisbrotadeild lrh og lögfræðingur telur þörf á skýrari refsiákvæði gegn myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur sífellt fleiri mál til rannsóknar þar sem nektarmyndum af börnum er dreift án þeirra samþykkis eða þau þvinguð til að senda slíkt efni. Rannsóknarlögreglukona telur refsiákvæði ekki veita börnum nægjanlega réttarvernd gegn myndrænu kynferðisofbeldi Víða hefur komið upp í grunnskólum hér á landi og erlendis að börn senda hvort öðru nektarmyndir sem fara síðan í dreifingu á internetinu án þeirra samþykkis. Þá koma upp mál þar sem börn eru þvinguð til að senda slíkt efni frá sér. Helga Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona og lögfræðingur segir að síðustu tvö ár hafi orðið mikil fjölgun á slíkum málum hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur fjölgað mikið málum hjá okkur þar sem börn eru að búa til og senda af sér nektarmyndir til einhvers sem þau treysta, og stundum verið þvinguð eða blekkt til þess og efninu er svo dreift áfram án þeirrar samþykkis.Við höfum haft til meðferðar mál sem snerta allt að ellefu til tólf ára börn sem hafa sent myndir af sér eða verið þvinguð til þess og þær svo farið í dreifingu,“ segir Helga. Helga lauk nýverið við meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis væri tryggð sérstaklega ef um er að ræða börn. „Við höfum verið í vandræðum með rannsókn og saksókn þessara mála og ég ákvað að kanna hvernig löggjöfinni er háttað í dag. Það er líka gríðarlega erfitt að fást við þessi mál því þegar mynd er komin í dreifingu þá er rosalega erfitt að stöðva hana,“ segir Helga. Það lagaákvæði sem einkum hefur verið stuðst við í slíkum málum kemur fram í 209 gr. almennra hegningarlaga þar sem um er að ræða brot gegn blygðunarsemi. Helga telur að lögin þurfi að kveða mun skýrar á varðandi þessi mál. Það þurfi að auka réttarvernd þolanda og auka varnaðaráhrif slíkra myndbirtinga. Þá þurfi við lagasetninguna að taka tillit til þess að bæði þolendur og gerendur eru oft börn. „Það er mikilvægt að setja skýrt ákvæði í lögum um myndrænt kynferðisofbeldi þ.e. þegar verið er að dreifa myndefnum af viðkomandi án samþykkis hans. Það myndi auðvelda bæði rannsóknina og saksóknina til muna að auk þess sem þá væri kveðið skýrt á um þetta er refsivert,“ segir Helga. Hún bætir við að nú liggi fyrir alþingi frumvarp um þetta mál en undanfarin ár hafi komið fram nokkur frumvörp þar sem reynt sé að taka á myndrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 „Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektamynda Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. 28. október 2019 18:30
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00
„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir. 27. október 2019 19:31