Birkir: Mér finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 13:30 Birkir Bjarnason í leik á móti Frökkum í París. Getty/Jeroen Meuwsen Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira
Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira