Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 21:55 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Alþingi Samgöngur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira