Hlaut þrjú hnefahögg áður en hann losaði sig úr beltinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2019 08:00 Ökumaður jeppans sést hér veita Jónatani Sævarssyni bylmingshögg, eftir að Jónatan hafði slegið til hans. Skjáskot „Það er spurning hvað maður man eftir þessu,“ segir Jónatan Sævarsson sem varð fyrir tilhæfulausri árás við lögreglustöðina í Hafnarfirði á þriðjudag. Jónatan var að aka, ásamt eiginkonu sinni og syni, í útför föður síns þegar ökumaður annars bíls dró Jónatan út úr bílnum og barði hann ítrekað. Myndband náðist af árásinni, sem sjá má hér að neðan. Vísir greindi frá árásinni daginn eftir, sem átti sér stað í hádeginu aðeins örfáum metrum frá lögreglustöðinni við Flatahraun. Jónatan lýsir því í samtali við Vísi hvernig hann ók eftir Fjarðarhrauni og ætlaði sér að taka hægri beygju vestur á Flatahraun. Þegar að hringtorginu var komið hafi hins vegar orðið einhver misskilningur milli ökumanna, sem fór öfugt ofan í bílstjóra á svörtum jeppa. Sá brást ókvæða við og „lagðist á flautuna,“ eins og Jónatan kemst að orði.Sjá einnig: Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni„Ég stöðvaði því bílinn og ætlaði mér að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með bílstjórann á bak við mig en áður en ég vissi af var hann byrjaður að banka á rúðuna hjá mér,“ segir Jónatan. Ökumaður jeppans hafi verið „mjög ör“ að sögn Jónatans. Hann hafi ekki látið við bankið sitja heldur rifið upp hurðina. Þá byrjuðu barsmíðarnar. „Hann var líklega búinn að að slá mig þrisvar sinnum og sparka í mig áður en mér tókst að losa af mér beltið,“ segir Jónatan. Því næst hafi jeppamaðurinn rifið hann úr bílnum þar sem þeir Jónatan skiptust á nokkrum orðum. „Hann varð fyrst almennilega reiður þegar ég reyndi að slá hann til baka, þó svo að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel hjá mér,“ segir Jónatan sem hlaut að launum bylmingshögg eins og myndbandið ber með sér.Vitni skarst í leikinn Á meðan sátu eiginkona hans og sonur á táningsaldri í bílnum, prúðbúin enda á leið í útför, á meðan barsmíðarnar stóðu yfir. Jónatan segir eiginkonu sína hafa verið fljóta að hugsa og tekist að ná myndbandi af þorra árásarinnar, þrátt fyrir hraða atburðarás. Myndbandið létu þau lögreglunni síðar í té, en hún var afar snögg á staðinn, aðeins örfáar sekúndur að mati Jónatans. Sem fyrr segir átti árásin sér stað skammt frá lögreglustöðinni við Flatahraun og gátu lögregluþjónar fylgst með því sem á gekk í gegnum kaffistofugluggann. Ætla má að athygli þeirra hafi verið vakin með bílflautukonsertnum sem jeppamaðurinn bauð upp á í „bifreiði“ sinni. Öri ökuþórinn var yfirbugaður af lögregluþjónum og vitni sem ákvað að ganga á milli. Hann var leiddur í járnum hinn örstutta spöl á lögreglustöðina þar sem af honum var tekin skýrsla. Ekki var þó talið tilefni til að hneppa hann í gæsluvarðhald og fékk hann því að ganga laus að skýrslutöku lokinni. „Mér finnst það alveg ótrúlegt,“ segir Jónatan sem kærði jeppamanninn fyrir árásina, „að svona menn fái bara ganga strax lausir.“Með blóð á skyrtu og pappír í nös Fjölskyldan lét þessa uppákomu þó ekki slá sig út af laginu og mætti í útförina, þar sem öðrum viðstöddum varð ekki um sel þegar þau sáu útganginn á Jónatani. Með „fullt af servéttum í nefinu og blóð á skyrtunni,“ eins og mamma hans komst að orði í Fréttablaðinu. „Ég er ágætlega haldinn, þrátt fyrir að það sé svolítið erfitt að anda út um nefið,“ segir Jónatan. Læknir sem hann leitaði til eftir árásina gat þó ekki séð að hann væri nefbrotinn. Jónatan er búsettur í Noregi og var mættur aftur til vinnu þegar Vísir náði á hann. Það er nefnilega mikilvægt að muna að lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll að sögn Jónatans, jafnt andlát sem og tilhæfulausar árásir um hábjartan dag. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Það er spurning hvað maður man eftir þessu,“ segir Jónatan Sævarsson sem varð fyrir tilhæfulausri árás við lögreglustöðina í Hafnarfirði á þriðjudag. Jónatan var að aka, ásamt eiginkonu sinni og syni, í útför föður síns þegar ökumaður annars bíls dró Jónatan út úr bílnum og barði hann ítrekað. Myndband náðist af árásinni, sem sjá má hér að neðan. Vísir greindi frá árásinni daginn eftir, sem átti sér stað í hádeginu aðeins örfáum metrum frá lögreglustöðinni við Flatahraun. Jónatan lýsir því í samtali við Vísi hvernig hann ók eftir Fjarðarhrauni og ætlaði sér að taka hægri beygju vestur á Flatahraun. Þegar að hringtorginu var komið hafi hins vegar orðið einhver misskilningur milli ökumanna, sem fór öfugt ofan í bílstjóra á svörtum jeppa. Sá brást ókvæða við og „lagðist á flautuna,“ eins og Jónatan kemst að orði.Sjá einnig: Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni„Ég stöðvaði því bílinn og ætlaði mér að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með bílstjórann á bak við mig en áður en ég vissi af var hann byrjaður að banka á rúðuna hjá mér,“ segir Jónatan. Ökumaður jeppans hafi verið „mjög ör“ að sögn Jónatans. Hann hafi ekki látið við bankið sitja heldur rifið upp hurðina. Þá byrjuðu barsmíðarnar. „Hann var líklega búinn að að slá mig þrisvar sinnum og sparka í mig áður en mér tókst að losa af mér beltið,“ segir Jónatan. Því næst hafi jeppamaðurinn rifið hann úr bílnum þar sem þeir Jónatan skiptust á nokkrum orðum. „Hann varð fyrst almennilega reiður þegar ég reyndi að slá hann til baka, þó svo að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel hjá mér,“ segir Jónatan sem hlaut að launum bylmingshögg eins og myndbandið ber með sér.Vitni skarst í leikinn Á meðan sátu eiginkona hans og sonur á táningsaldri í bílnum, prúðbúin enda á leið í útför, á meðan barsmíðarnar stóðu yfir. Jónatan segir eiginkonu sína hafa verið fljóta að hugsa og tekist að ná myndbandi af þorra árásarinnar, þrátt fyrir hraða atburðarás. Myndbandið létu þau lögreglunni síðar í té, en hún var afar snögg á staðinn, aðeins örfáar sekúndur að mati Jónatans. Sem fyrr segir átti árásin sér stað skammt frá lögreglustöðinni við Flatahraun og gátu lögregluþjónar fylgst með því sem á gekk í gegnum kaffistofugluggann. Ætla má að athygli þeirra hafi verið vakin með bílflautukonsertnum sem jeppamaðurinn bauð upp á í „bifreiði“ sinni. Öri ökuþórinn var yfirbugaður af lögregluþjónum og vitni sem ákvað að ganga á milli. Hann var leiddur í járnum hinn örstutta spöl á lögreglustöðina þar sem af honum var tekin skýrsla. Ekki var þó talið tilefni til að hneppa hann í gæsluvarðhald og fékk hann því að ganga laus að skýrslutöku lokinni. „Mér finnst það alveg ótrúlegt,“ segir Jónatan sem kærði jeppamanninn fyrir árásina, „að svona menn fái bara ganga strax lausir.“Með blóð á skyrtu og pappír í nös Fjölskyldan lét þessa uppákomu þó ekki slá sig út af laginu og mætti í útförina, þar sem öðrum viðstöddum varð ekki um sel þegar þau sáu útganginn á Jónatani. Með „fullt af servéttum í nefinu og blóð á skyrtunni,“ eins og mamma hans komst að orði í Fréttablaðinu. „Ég er ágætlega haldinn, þrátt fyrir að það sé svolítið erfitt að anda út um nefið,“ segir Jónatan. Læknir sem hann leitaði til eftir árásina gat þó ekki séð að hann væri nefbrotinn. Jónatan er búsettur í Noregi og var mættur aftur til vinnu þegar Vísir náði á hann. Það er nefnilega mikilvægt að muna að lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll að sögn Jónatans, jafnt andlát sem og tilhæfulausar árásir um hábjartan dag.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49