Ómar býður fólki ókeypis innheimtu flugbóta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 15:20 Ómar segir skýringar Árna Gunnarssonar hjá Air Iceland Connect á breyttum skilmálum ósvífnar. Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn. Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn.
Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45