Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:53 Heimir Már Pétursson skoðaði aðstæður með Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Vísir/Skjáskot Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22