Innlent

Allt á floti í Kringlunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gólfið í Kringlunni er rennandi blautt. Starfsmenn eru að reyna að bregðast við vandanum.
Gólfið í Kringlunni er rennandi blautt. Starfsmenn eru að reyna að bregðast við vandanum. Vísir/Egill

Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt.



Ástandið virðist mest á annarri hæð Kringlunnar í grennd við rúllustigann upp á Stjörnutorg.



„Ég veit bara að ég er að moka út vatni,“ segir Erik Pálsson húsvörður í Kringlunni í samtali við Vísi. Hann sagðist ekki vita hvað hefði valdið ástandinu.

Klippa: Kringlan á floti



Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, sem var að mæta á staðinn með dælubíla, er um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði.



Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að enginn eldur hafi komið upp í Kringlunni. Eina tilgátan þessa stundina snúi að því hvort átt hafi verið við brunaboða.



Allt sé á floti á annarri hæð frá Gallerí 17 að rúllustiganum við Stjörnutorg.



Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Slökkvliðið telur að um fjögurra sentimetra lag af vatni sé á gólfinu.Vísir/Egill
Lokað var á milli svæða með stærðarinnar hlera.Vísir/Sylvía Rut
Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×