Stjórnarandstaðan gagnrýnir viðbrögð ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:21 Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49