Stjórnarandstaðan gagnrýnir viðbrögð ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:21 Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49