Sviptur lækningaleyfi eftir að hafa notað eigið sæði við tæknisæðingar í áratugi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 22:38 Eitt fórnarlambanna segist hafa komist í kynni við fimmtán hálfsystkini sín. Vísir/Getty Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans. Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans.
Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira