Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:29 Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Vísir/Getty Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann. Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann.
Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00