Kvarta yfir „pervertum í runnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 18:34 Tveir stríplar á góðri stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju. Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju.
Frakkland Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira